Pétur Pétursson (Valur)

Í Heimavellinum síðasta sunnudag var það opinberað hvernig lið ársins væri í Bestu deild kvenna, en deildin kláraðist núna um síðustu helgi.
Einnig var það opinberað hver væri leikmaður ársins, efnilegust í deildinni og þjálfari ársins.
Einnig var það opinberað hver væri leikmaður ársins, efnilegust í deildinni og þjálfari ársins.
Sjá einnig:
Lið ársins í Bestu deild kvenna 2022
Leikmaður ársins í Bestu deild kvenna er...
Efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna er...
Þjálfari ársins að mati Heimavallarins er Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals. Valið stóð á milli hans og Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara Stjörnunnar.
„Það er mjög erfitt að horfa fram hjá Pétri þegar hann er búinn að vinna tvöfalt," sagði Ingunn Haraldsdóttir í Heimavellinum. „Ég er sammála því, þegar þú vinnur tvöfalt þá ertu að gera eitthvað rétt," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir jafnframt.
Hægt er hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir