Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   mið 05. október 2022 13:15
Fótbolti.net
Efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna er...
Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Heimavellinum síðasta sunnudag var það opinberað hvernig lið ársins væri í Bestu deild kvenna, en deildin kláraðist núna um síðustu helgi.

Einnig var það opinberað hver væri leikmaður ársins, efnilegust í deildinni og þjálfari ársins.

Sjá einnig:
Lið ársins í Bestu deild kvenna 2022
Leikmaður ársins í Bestu deild kvenna er...

Katla Tryggvadóttir úr Þrótti er efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar að mati Heimavallarins en valið stóð á milli hennar og Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur úr Stjörnunni.

Katla er fædd árið 2005 en hún átti mjög gott sumar með Þrótti og lét ljós sitt skína.

„Að skilja leikinn svona rosalega vel á þessum aldri, það er ótrúlegt," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir í Heimavellinum.

Rætt var um það í þættinum að Katla ætli að fara langt á sínum ferli, en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Besta eftirpartýið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner