Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
   lau 05. október 2024 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Agla María fyrir miðri mynd með skjöldinn góða
Agla María fyrir miðri mynd með skjöldinn góða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks og nýkrýndur Íslandsmeistari var til viðtals við Fótbolta.net eftir að lið Breiðabliks hafði tryggt sér titilinn eftir markalaust jafntefli gegn Val á N1 Vellinum að Hlíðarenda í dag. Aðspurð hvort ekki hefði verið við hæfi að rjúfa einokun Vals á titlinum síðustu ár á þeirra eigin heimavelli svaraði Agla María.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Já svo sannarlega, þær eru búnar að vinna síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla. Það var því svo sannarlega kominn tími á að við myndum vinna þetta og sýna að við erum stærsti klúbbur á Íslandi.“

Barátta Vals og Breiðabliks hefur verið í algleymingi á þessu tímabili og liðin barist hart um þá titla sem í boði eru. Valskonur urðu Mjólkurbikarmeistarar eftir sigur á Breiðablik fyrr í sumar en nú var komið að því að snúa dæminu við. En horfandi yfir tímabilið gat Agla María fundið einhvern punkt þar sem þetta Íslandsmeistaralið verður til?

„Já það eru nokkrir punktar. Við töpuðum í bikarúrslitum á móti Val og finnst mér að eftir þann leik höfum við spilað gríðarlega vel. Það er eitthvað hungur sem að verður til þá og við verðum algjörlega staðráðnar í að klára mótið og ég held að það sé vendipunktur.“

Undir lok leiks var spennan mikil og lið Vals henti öllu sem það átti fram völlinn. Var púlsinn hjá Öglu Maríu eitthvað farin að hækka á þeim tímapunkti?

„Já hann var alveg farin að gera það. Þegar lið liggja svona mikið á manni þá er maður orðin stressuð en mér fannst það bara hafa góð áhrif á okkur. Við fórnuðum okkur fyrir allt, fórum í alla skallabolta og renndum okkur fyrir. Auðvitað er þetta stressandi en þetta hafðist og það eitt skiptir máli.“

Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner