Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 05. október 2024 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Kvenaboltinn
Agla María fyrir miðri mynd með skjöldinn góða
Agla María fyrir miðri mynd með skjöldinn góða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks og nýkrýndur Íslandsmeistari var til viðtals við Fótbolta.net eftir að lið Breiðabliks hafði tryggt sér titilinn eftir markalaust jafntefli gegn Val á N1 Vellinum að Hlíðarenda í dag. Aðspurð hvort ekki hefði verið við hæfi að rjúfa einokun Vals á titlinum síðustu ár á þeirra eigin heimavelli svaraði Agla María.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Já svo sannarlega, þær eru búnar að vinna síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla. Það var því svo sannarlega kominn tími á að við myndum vinna þetta og sýna að við erum stærsti klúbbur á Íslandi.“

Barátta Vals og Breiðabliks hefur verið í algleymingi á þessu tímabili og liðin barist hart um þá titla sem í boði eru. Valskonur urðu Mjólkurbikarmeistarar eftir sigur á Breiðablik fyrr í sumar en nú var komið að því að snúa dæminu við. En horfandi yfir tímabilið gat Agla María fundið einhvern punkt þar sem þetta Íslandsmeistaralið verður til?

„Já það eru nokkrir punktar. Við töpuðum í bikarúrslitum á móti Val og finnst mér að eftir þann leik höfum við spilað gríðarlega vel. Það er eitthvað hungur sem að verður til þá og við verðum algjörlega staðráðnar í að klára mótið og ég held að það sé vendipunktur.“

Undir lok leiks var spennan mikil og lið Vals henti öllu sem það átti fram völlinn. Var púlsinn hjá Öglu Maríu eitthvað farin að hækka á þeim tímapunkti?

„Já hann var alveg farin að gera það. Þegar lið liggja svona mikið á manni þá er maður orðin stressuð en mér fannst það bara hafa góð áhrif á okkur. Við fórnuðum okkur fyrir allt, fórum í alla skallabolta og renndum okkur fyrir. Auðvitað er þetta stressandi en þetta hafðist og það eitt skiptir máli.“

Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner