Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 05. október 2024 21:25
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Kvenaboltinn
Agla María fyrir miðri mynd með skjöldinn góða
Agla María fyrir miðri mynd með skjöldinn góða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks og nýkrýndur Íslandsmeistari var til viðtals við Fótbolta.net eftir að lið Breiðabliks hafði tryggt sér titilinn eftir markalaust jafntefli gegn Val á N1 Vellinum að Hlíðarenda í dag. Aðspurð hvort ekki hefði verið við hæfi að rjúfa einokun Vals á titlinum síðustu ár á þeirra eigin heimavelli svaraði Agla María.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Já svo sannarlega, þær eru búnar að vinna síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla. Það var því svo sannarlega kominn tími á að við myndum vinna þetta og sýna að við erum stærsti klúbbur á Íslandi.“

Barátta Vals og Breiðabliks hefur verið í algleymingi á þessu tímabili og liðin barist hart um þá titla sem í boði eru. Valskonur urðu Mjólkurbikarmeistarar eftir sigur á Breiðablik fyrr í sumar en nú var komið að því að snúa dæminu við. En horfandi yfir tímabilið gat Agla María fundið einhvern punkt þar sem þetta Íslandsmeistaralið verður til?

„Já það eru nokkrir punktar. Við töpuðum í bikarúrslitum á móti Val og finnst mér að eftir þann leik höfum við spilað gríðarlega vel. Það er eitthvað hungur sem að verður til þá og við verðum algjörlega staðráðnar í að klára mótið og ég held að það sé vendipunktur.“

Undir lok leiks var spennan mikil og lið Vals henti öllu sem það átti fram völlinn. Var púlsinn hjá Öglu Maríu eitthvað farin að hækka á þeim tímapunkti?

„Já hann var alveg farin að gera það. Þegar lið liggja svona mikið á manni þá er maður orðin stressuð en mér fannst það bara hafa góð áhrif á okkur. Við fórnuðum okkur fyrir allt, fórum í alla skallabolta og renndum okkur fyrir. Auðvitað er þetta stressandi en þetta hafðist og það eitt skiptir máli.“

Allt viðtalið við Öglu Maríu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner