Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 05. nóvember 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Hefur ekki haft minni áhrif en Wood en fær ekki umtalið
Spútniklið Nottingham Forest er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Markaskorarinn Chris Wood fær mesta umtalið en í vörn Forest má finna serbneska varnarmanninn Nikola Milenkovic sem hefur ekki haft minni áhrif.

Milenkovic var keyptur frá Fiorentina fyrir um 12 milljónir punda en hann hefur myndað hrikalega öflugt miðvarðapar með hinum brasilíska Murillo.

Á síðasta tímabili komu 23 af 68 mörkum sem Forest fékk á sig úr föstum leikatriðum en það sem af er þessu tímabili hefur liðið aðeins fengið á sig eitt mark úr föstu leikatriði.

Forest vantaði varnarmann sem er sterkur í loftinu og fann hann í Milenkovic, sem er 27 ára og lék mjög vel með Serbum á EM í sumar.

Hann og Murillo ná afskaplega vel saman, eru ólíkir miðverðir en vega hvorn annan upp. Forest hefur aðeins fengið sjö mörk á sig, bara Liverpool hefur fengið færri.

Markaskorarinn Wood
Chris Wood hefur skorað átta úrvalsdeildarmörk á þessu tímabili og er markahæstur í deildinni ásamt Erling Haaland sóknarmanni Manchester City. Hann hefur skorað meira en leikmenn á borð við Mohamed Salah og Cole Palmer.

Þessi 32 ára Nýsjálendingur hefur skorað meira en helming marka Forest á þessu tímabili. Hann er með 22 möek í 30 úrvalsdeildarleikjum síðan hann kom frá Newcastle í júní 2023.

Nítján af þessum mörkum hafa komið undir stjórn Nuno síðan Portúgalinn tók við liðinu í desember. Aðeins Haaland hefur skorað fleiri mörk (ef vítaspyrnur eru teknar burt) en þau átján sem Wood hefur gert síðan 23. desember 2023.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner