Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 05. desember 2019 13:24
Elvar Geir Magnússon
Eigandi Everton á leið til Liverpool að reka Silva
Marco Silva.
Marco Silva.
Mynd: Getty Images
Farhad Moshiri, eigandi Everton, er á leið til Liverpoolborgar til að reka Marco Silva úr stjórastólnum.

BBC og fleiri enskir fjölmiðlar segja frá þessu.

Mögulegt er að David Moyes taki við liðinu til bráðabirgða.

Það var krísufundur hjá Everton eftir tap á heimavelli gegn Norwich 23. nóvember en þá var ákveðið að Silva fengi lengri tíma.

5-2 tapið gegn Liverpool í gær var væntanlega síðasta hálmstráið. Ekki er búist við því að Silva verði í starfi þegar Everton mætir Chelsea á Goodison Park á laugardag.

Umræðan um Moyes hefur fengið ansi neikvæðar móttökur meðal stuðningsmanna Everton og spurning hvort Moshiri hlusti á það.

Moyes var ellefu ár sem stjóri Everton en síðan hann yfirgaf félagið fyrir Manchester United 2013 hefur stjóraferill hans ekki verið farsæll.
Athugasemdir
banner
banner
banner