Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kaus fyrir hönd Sri Lanka: Alexander-Arnold bestur í heimi
Mynd: Getty Images
Fréttamenn úr öllum heiminum kusu um besta knattspyrnumann heims. Lionel Messi hlaut verðlaunin og á því sex Gullknetti með sínu nafni. Það er met, Cristiano Ronaldo kemst næst honum með fimm knetti.

Það hefur vakið athygli að fréttamaðurinn Hafiz Marikar, sem sá um stigagjöfina frá Sri Lanka, valdi Trent Alexander-Arnold sem besta knattspyrnumann heims.

Hann setti Pierre-Emerick Aubameyang í annað sæti, Antoine Griezmann í þriðja, Robert Lewandowski í fjórða og Marc-andre ter Stegen í fimmta.

Fréttamenn fundu þá síðustu tvær einkunnagjafir Marikar fyrir Ballon d'Or verðlaunin og koma þær jafn mikið á óvart. Hann setur Messi aldrei á lista yfir 5 bestu leikmenn heims og kemst Ronaldo aðeins einu sinni á listann. Þá er hvergi að sjá Mohamed Salah eða Kylian Mbappe sem hafa verið feykilega öflugir undanfarin ár.

2019:
1. Trent Alexander-Arnold
2. Pierre-Emerick Aubameyang
3. Antoine Griezmann
4. Robert Lewandowski
5. Marc-andre ter Stegen

2018:
1. Eden Hazard
2. Roberto Firmino
3. Paul Pogba
4. Cristiano Ronaldo
5. Harry Kane

2017:
1. Leonardo Bonucci
2. David De Gea
3. Radamel Falcao
4. Eden Hazard
5. Harry Kane
Athugasemdir
banner
banner