banner
   fim 05. desember 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Átti Everton að fá vítaspyrnu gegn Liverpool?
Mynd: Getty Images
Liverpool lagði Everton að velli 5-2 í borgarslagnum í gærkvöldi. Heimamenn komust í tveggja marka forystu snemma leiks og minnkuðu gestirnir muninn í 2-1.

Um miðjan fyrri hálfleik slapp Dominic Calvert-Lewin í gegnum vörn Liverpool og var kominn í skotfæri þegar Virgil van Dijk náði að koma honum úr jafnvægi. Skot Calvert-Lewin endaði framhjá markinu.

Leikmenn Everton vildu fá vítaspyrnu en dómarinn var ekki á sama máli og ákvað VAR herbergið að leyfa leiknum að halda áfram.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan en þeir eru nokkrir dómararnir sem myndu gefa vítaspyrnu og spjald fyrir þetta.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner