Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 05. desember 2021 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn spenna í Noregi eftir mikla dramatík - Þrír Íslendingar skoruðu
Alfons getur orðið meistari annað árið í röð.
Alfons getur orðið meistari annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Ari Jónsson hefur átt stórkostlegt tímabil.
Viðar Ari Jónsson hefur átt stórkostlegt tímabil.
Mynd: Sandefjord
Samúel Kári Friðjónsson.
Samúel Kári Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ótrúleg atburðarás í næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Íslendingalið Bodö/Glimt virtist á tímabili vera að tryggja sér titilinn; þegar þeir voru 2-0 yfir gegn Brann og Molde var 1-2 undir gegn Lilleström. Staðan var þannig í leikjunum þegar um tíu mínútur voru eftir.

Svo breyttist staðan heldur betur. Brann náði að jafna gegn Bodö og Molde kom til baka gegn Lilleström, 3-3. Bodö er með þriggja stiga forskot fyrir lokaumferðina og verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Alfons Sampsted og félagar í Bodö eiga eftir útileik gegn Mjöndalen.

Alfons spilaði allan leikinn fyrir Bödo - að venju - í dag. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki með Molde gegn Lilleström.

Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn og skoraði fyrir Sandefjord þegar liðið vann sigur á Kristiansund. Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður fyrir Kristiansund á 66. mínútu. Viðar er búinn að eiga magnað tímabil og er búinn að skora 11 mörk í 28 leikjum. Sandefjord er í níunda sæti og Kristiansund í sjöunda sæti.

Samúel Kári Friðjónsson var einnig á skotskónum í Noregi. Hann skoraði þriðja mark Viking í 3-1 sigri gegn Odd. Patrik Sigurður Gunnarsson var í markinu hjá Viking, sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Bakvörðurinn Adam Örn Arnarson var í byrjunarliði Tromsö í 0-1 sigri gegn Sarpsborg á útivelli. Tromsö er í 12. sæti og mun leika í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn fyrir Rosenborg í sigri gegn Stabæk, 1-3. Rosenborg er í fjórða sæti og á ekki möguleika á að enda ofar.

Valdimar Þór Ingimundarson spilaði 15 mínútur rúmlega Stromsgödset gerði markalaust jafntefli við Haugesund. Ari Leifsson var ekki með í leiknum.

Þá var Viðar Örn Kjartansson ekki með Vålerenga í 2-0 sigri gegn Mjöndalen. Hann er enn að glíma við meiðsli.

Kolbeinn á skotskónum
U21 landsliðsmaðurinn Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Lommel sem gerði 2-2 jafntefli gegn Lierse í belgísku B-deildinni í kvöld.

Hann skoraði fyrsta mark leiksins á sjöttu mínútu. Hans annað mark í deildinni á tímabilinu.

Lommel er í sjötta sæti af átta liðum í B-deildinni í Belgíu.

María vann deildabikarinn með Celtic
María Catharina Gros Ólafsdóttir var hluti af leikmannahópi skoska stórliðsins Celtic er liðið vann sigur gegn Glasgow City, 0-1, í úrslitaleik deildabikarsins. Hún sat allan tímann á bekknum.

Andri Lucas kom inn á
Sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 74. mínútu þegar varalið Real Madrid tapaði gegn Castellon í spænsku C-deildinni. Real Madrid er í 12. sæti af 20 liðum í sínum riðli.

Gummi lagði upp þegar New York komst í úrslitaleikinn
Vinstri bakvörðurinn Guðmundur Þórarinsson kom inn sem varamaður og lagði upp sigurmarkið þegar New York City FC vann 1-2 sigur gegn Philadelphia í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Bandaríkjunum. New York mun spila við Portland Timbers í úrslitaleiknum um MLS-titilinn.

Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður þegar PAOK tapaði 3-2 gegn Ionikos í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir er að stíga upp úr meiðslum.

María Þórisdóttir var ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Leicester í deildabikarnum á Englandi.

Sjá einnig:
Óttar Magnús á skotskónum - Elías Rafn áfram á bekknum
Athugasemdir
banner
banner
banner