Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
   þri 05. desember 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjóða verðlaun fyrir upplýsingar um innbrot hjá Zouma
Kurt Zouma.
Kurt Zouma.
Mynd: Getty Images
Brotist var inn á heimili Kurt Zouma, varnarmanns West Ham, síðastliðinn laugardag.

Zouma og fjölskylda hans voru inn á heimilinu þegar brotist var inn. Zouma missti af leik gegn Crystal Palace daginn eftir af persónulegum ástæðum.

West Ham hefur núna boðið 25 þúsund pund í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra sem brutust inn hjá franska varnarmanninum.

Í yfirlýsingu West Ham segir að innbrotsþjófarnir hafi tekið hluti sem hafi skipt fjölskyldu Zouma mjög miklu máli.

„Fyrst og fremst, þá er hugur okkar hjá West Ham hjá Kurt og fjölskyldu hans," segir David Sullivan, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins.
Athugasemdir
banner