Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   þri 05. desember 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Kvennalandsliðið getur gert út um vonir Dana
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svíar þurfa líklegast sigur á Spáni til að tryggja sér annað sæti síns riðils.
Svíar þurfa líklegast sigur á Spáni til að tryggja sér annað sæti síns riðils.
Mynd: EPA
Íslenska kvennalandsliðið spilar lokaumferð í riðlakeppni A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld og getur gert út um vonir danska liðsins um að ná toppsætinu. Danir eru að berjast við Þjóðverja um efsta sætið og þurfa sigur gegn Íslendingum, auk þess að treysta á hagstæð úrslit í viðureign Wales gegn Þýskalandi, til að ná því.

Ísland er þegar búið að tryggja sér þriðja sæti riðilsins eftir tvo sigra gegn Wales, sem þýðir að Stelpurnar okkar fá að spila umspilsleik við lið sem endar í 2. sæti í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sigurvegari þeirrar viðureignar fær sæti í A-deildinni á næsta ári.

Eins og staðan er í dag eru Norður-Írland, Slóvakía, Serbía og Bosnía Hersegóvína í öðrum sætum sinna riðla fyrir lokaumferðina í B-deildinni, en það gæti breyst. Ungverjaland, Króatía og Slóvenía eiga öll möguleika á að ná stela sætunum í lokaumferðinni, auk Tékklands sem gæti einnig endað í öðru sæti síns riðils.

Það er mikið af áhugaverðum leikjum í lokaumferð A-deildarinnar, þar sem þrjár þjóðir eru enn í baráttu um toppsæti í riðli 1. Þar eru Holland og England með 9 stig og Belgía með 8 stig fyrir lokaumferðina, og eiga Evrópumeistarar Englands útileik við botnlið Skotlands í lokaumferðinni. Gríðarlega spennandi lokaumferð þar sem úrslitin ráðast á tveimur nágrannaslögum.

Í riðli 2 eru Austurríki og Noregur að berjast um annað sætið, en Portúgal getur einnig lyft sér upp úr botnsætinu með sigri og jákvæðum úrslitum. Þær frönsku tryggðu sér toppsæti riðilsins í síðustu umferð.

Að lokum eru Ítalía og Svíþjóð að berjast um 2. sæti í riðli 4. Þær ítölsku eru með í þeirri baráttu þökk sé óvæntum 2-3 sigri á útivelli gegn toppliði Spánar í síðustu umferð.

Ítalía og Svíþjóð eru jöfn á stigum en Svíar eiga betri innbyrðisviðureignir. Svíar heimsækja þó Spán í lokaumferðinni, á meðan Ítalía tekur á móti botnliði Sviss.

Riðill 3:
18:30 Danmörk-Ísland (Viborg Stadion)
18:30 Wales-Þýskaland (Swansea Stadium)

Riðill 1:
19:45 Holland - Belgía
19:45 Skotland - England

Riðill 2:
18:15 Portúgal - Frakkland
18:15 Austurríki - Noregur

Riðill 4:
18:00 Spánn - Svíþjóð
18:00 Ítalía - Sviss
Athugasemdir
banner
banner