Á hverju ári fer fram Íslandsmót í eldri flokkum í fótbolta og hafa Keflvíkingar verið sigurstranglegastir á undanförnum árum.
Í ár varð engin breyting á því þar sem 40+ og 50+ lið Keflavíkur unnu Íslandsmótið í sínum flokkum, á meðan KR vann í aldursflokkinum 60+.
50+ lið Keflavíkur vann Íslandsmótið fjórða árið í röð í ár, á meðan 40+ liðið vann úrslitaleikinn gegn Val 6-2.
Magnús Sverrir Þorsteinsson (2), Sigurður Hilmar Guðjónsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Hörður Sveinsson og Andrzej Piotr Boguniecki skoruðu mörk Keflvíkinga í úrslitaleiknum.
Athugasemdir