Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   þri 05. desember 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Keflavík og KR Íslandsmeistarar í eldri flokkum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á hverju ári fer fram Íslandsmót í eldri flokkum í fótbolta og hafa Keflvíkingar verið sigurstranglegastir á undanförnum árum.

Í ár varð engin breyting á því þar sem 40+ og 50+ lið Keflavíkur unnu Íslandsmótið í sínum flokkum, á meðan KR vann í aldursflokkinum 60+.

50+ lið Keflavíkur vann Íslandsmótið fjórða árið í röð í ár, á meðan 40+ liðið vann úrslitaleikinn gegn Val 6-2.

Magnús Sverrir Þorsteinsson (2), Sigurður Hilmar Guðjónsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Hörður Sveinsson og Andrzej Piotr Boguniecki skoruðu mörk Keflvíkinga í úrslitaleiknum.


Athugasemdir
banner
banner