Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   þri 05. desember 2023 20:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steini um Fanneyju: Örugglega besta frumraun í sögunni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ísland vann frábæran 1-0 sigur á Danmörku í lokaleik liðsins í Þjóðadeildinni en liðið fer í umspil um áframhaldandi sæti í A deild.


Lestu um leikinn: Danmörk 0 -  1 Ísland

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var ánægður með liðið.

„Vinnslan í liðinu, það var dugnaður og menn lögðu mikið á sig. Auðvitað fengu þær alveg færi og allt það en við vorum inn í þessu allan tímann," sagði Steini.

„Fyrri hálfleikur var góður að mörgu leiti, smá vandræði í færslum. Seinni hálfleikur vorum við ekki að verjast fyrirgjöfum nógu vel á köflum en Fanney var stórkostleg í markinu."

Fanney Inga Birkisdóttir var stórkostleg í sínum fyrsta landsleik en Steini hrósaði henni í hástert.

„Þetta var frábært, örugglega besta frumraun hjá leikmanni í sögunni, hún var stórkostleg. Við vorum búin að ákveða það fyrirfram að hún myndi byrja þennan leik þó að Telma hefði verið heil, við vorum örugg í riðlinum svo hún hefði alltaf byrjað þennan leik. Vildum sýna henni traust og ég held að hún hafi staðið undir því," sagði Steini og brosti.


Athugasemdir
banner
banner
banner