Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. febrúar 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
UEFA viðurkennir stór dómaramistök sem bitnuðu illa á Ajax
Mynd: Getty Images
UEFA viðurkennir að ítalski dómarinn Gianluca Rocchi hafi gert stór mistök í leik Ajax og Chelsea í Meistaradeildinni sem bitnuðu rækilega á hollenska liðinu.

Ajax komst í 4-1 í leiknum og staðan var 4-2 þegar liðið fékk tvö rauð spjöld á sama tíma

Dusan Tadic, leikmaður Ajax, sagði að dómarinn hefði einfaldlega eyðilagt leikinn.

Ajax komst ekki upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni og ljóst að þessi dómaramistök reyndust félaginu gríðarlega dýrkeypt.

Rauðu spjöldin tvö fóru á loft eftir að Rocchi notaði hagnaðarregluna eftir að Daley Blind braut af sér. Hann dæmdi Chelsea svo vítaspyrnu og lyfti upp tveimur rauðum spjöldum, Blind fékk sitt annað gula og einnig Joel Veltman sem braut af sér í vítaspyrnudómnum.

Rocchi er talinn hafa gert margþætt mistök í þessu tilfelli. Þrátt fyrir að UEFA viðurkenni mistökin getur Ajax ekkert gert í þessu máli núna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner