Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 06. febrúar 2023 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd búið að ákveða að selja þrjá leikmenn
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að plana það að selja Anthony Martial, Harry Maguire og Alex Telles næsta sumar.

Frá þessu greinir Manchester Evening News og bætir við að félagið ætli sér að kaupa sóknarmann.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er búinn að taka ákvörðun um það að losa sig við þá þrjá leikmenn sem eru nefndir hér að ofan. Þeir eru ekki í framtíðarplönum hollenska stjórans.

Maguire er núverandi fyrirliði United en hann er búinn að missa sæti sitt í liðinu á þessari leiktíð.

Þá er jafnframt sagt frá því að Harry Kane hjá Tottenham og Victor Osimhen hjá Napoli séu tveir helstu kostirnir í sóknarmannsstöðuna hjá Man Utd fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner