West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   sun 06. mars 2016 14:20
Óðinn Svan Óðinsson
Lengjubikarinn: Blikar gerðu góða ferð austur
Jonathan Glenn skoraði
Jonathan Glenn skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A-deild karla Riðill 2

Fjarðabyggð 1-2 Breiðablik
0-2 Höskuldur Gunnlaugsson (´43)
0-2 Jonathan Glenn (´53)
1-2 Oumaro Coulibaly (’61)

Einum leik er nú lokið í Lengjubikar karla þennan sunnudaginn en það var silfurlið Breiðabliks sem mætti Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í dag.

Liðin leika í 2. riðli A deildar. Þetta var annar leikur heimamanna en áður höfðu þeir tapað illa fyrir KA í boganum, 8-0.

Blikar voru að leika sinn þriðja leik í riðlinum en fyrir höfðu þeir tapað fyrir Fylki og unnið KA.

Það voru gestirnir frá Kópavogi sem skoruðu fyrsta mark leiksins en þar var á ferðinni unglingalandsliðsmaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson en hann kom Blikum yfir á 43. mínútu.

Markahrókurinn Jonathan Glenn tvöfaldaði svo forystu gestanna í upphafi seinni hálfleiks og útlið ekki bjart fyrir heimamenn.

Fjarðabyggðar menn gáfust þó ekki upp því á 61. mínútu skoraði nýjasti leikmaður liðsins Oumaro Coulibaly gott mark og minnkaði muninn.

Lengra komust þeir ekki og lauk leiknum með 1-2 sigri Breiðabliks
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner