Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. mars 2020 09:20
Elvar Geir Magnússon
Arsenal og Chelsea hafa áhuga á tyrkneskum leikmönnum
Powerade
Orkun Kökcu í leik með Feyenoord.
Orkun Kökcu í leik með Feyenoord.
Mynd: Getty Images
Billy Gilmour.
Billy Gilmour.
Mynd: Getty Images
Kökcu, Calvert-Lewin, Gilmour, Edouard, Ighalo og fleiri í slúðurpakkanum þennan föstudag. BBC tók saman allt það helsta frá ensku götublöðunum.

Arsenal hefur hafið viðræður um möguleg kaup á tyrkneska U21 landsliðsmanninum Orkun Kökcu (19) fyrir 23 milljónir punda frá Feyenoord. Kökcu er sókndjarfur miðjumaðu. (Daily Mail)

Enski sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin (22) hjá Everton er tilbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið til 2025. (Times)

Everton er í viðræðum um möguleg kaup á brasilíska miðverðinum Gabriel Magalhaes (22) hjá Lille sem var orðaður við Arsenal og Tottenham í janúar. (Independent)

Þá vill Everton fá framherjann Odsonne Edouard (22) frá Celtic en njósnarar félagasins hafa verið duglegir að mæta á leiki hjá honum. (Mail)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur áhuga á skoska miðjumanninum Billy Gilmour (18) sem var maður leiksins í bikarsigri Chelsea gegn Liverpool. (Eldesmarque)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist ekki hafa haft samband við Real Madrid til að reyna að kaupa Dani Ceballos (23) alfarið. Spænski miðjumaðurinn er á lánssamningi hjá Arsenal. (Marca)

Arsenal hefur áhuga á að fá kanadíska framherjann Jonathan David (20) frá Gent ef Pierre-Emerick Aubameyang fer í sumar. (Mirror)

Manchester United gæti reynt að fá Odion Ighalo (30) alfarið til félagsins en nígeríski sóknarmaðurinn er á láni frá Shanghai Shenhua í Kína. (Mail)

Chelsea hefur áhuga á tyrkneska markverðinum Ugurcan Cakir (23) hjá Trabzonspor. Frank Lampard vill nýjan markvörð í stað Kepa (25). (Fotospor)

Tottenham er tilbúið að bjóða enska miðjumanninum Oliver Skipp (19) nýjan samning. (Football Insider)

Paris St-Germain hefur sent formlegt bréf til franska knattspyrnusambandsins þar sem félagið segist mótfallið því að Kylian Mbappe (21) taki þátt í Ólympíuleikunum í Japan í sumar. (ESPN)

Arsenal og Everton gerðu misheppnaðar tilraunir til að fá belgíska sóknarmanninn Dries Mertens (32) frá Napoli í janúarglugganum. (Star)

Leicester City hefur verið orðað við franska miðjumanninn Morgan Sanson (25) hjá Marseille. (Jeunes Footeux)
Athugasemdir
banner