Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. mars 2020 11:13
Magnús Már Einarsson
Rúmenar náðu að kaupa sæti í stúku Íslands
Icelandair
Stuðningsmenn Rúmeníu.
Stuðningsmenn Rúmeníu.
Mynd: Getty Images
Rúmenskir stuðningsmenn náðu að kaupa miða í stúku Íslands á umspilsleikinn gegn Íslandi þann 26. mars næstkomandi.

Vísir segir frá þessu í dag og hefur þetta eftir íþróttamiðlinum Gazeta Sporturilor.

Rúmenar kláruðu strax miðaúthlutun sína á stórleikinn sem hljóðaði upp á tæplega 1000 miða. Þeir dóu ekki ráðalausir og náðu að bæta við fleiri miðum með því að kaupa miða í íslensku miðasölunni.

Á Vísi segir að í Facebook-hópi Rúmena sem búsettir séu á Íslandi hafi skapast umræða um leikinn, og menn verið á tánum þegar KSÍ opnaði fyrir sölu miða á dögunum. Þeir sem náðu í miða á leikinn voru hvattir til að láta vita af sér og náðu ýmsir 4 eða 6 miðum og sumir jafnvel 8.

Því er ljóst að einhverjir rúmenskir stuðningsmenn verða innan um íslenska stuðningsmenn í stúkunni á Laugardalsvelli þann 26. mars.
Athugasemdir
banner
banner