Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 06. mars 2020 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Steven Lennon í áhugaverðu viðtali við BBC í Skotlandi
Steven Lennon í leik með FH-ingum
Steven Lennon í leik með FH-ingum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Lennon, framherji FH í Pepsi Max-deildinni, ræddi við BBC í Skotlandi um dvöl sína á Íslandi en hann ræðir þar þegar hann ákvað að stökkva á tækifærið til að koma á eyjuna til að spila fótbolta.

Lennon er fæddur árið 1988 en hann kom til Íslands fyrir níu árum síðan er hann samdi við Fram.

Hann gerði sextán mörk í 43 leikjum sínum með Fram áður en hann ákvað að fara í FH árið 2014.

Lennon hefur verið í lykilhlutverki hjá FH-ingum síðan en hann hefur í heildina skorað 90 mörk í 184 leikjum í deild- og bikar með liðinu.

Hann ræddi við BBC í Skotlandi um dvöl sína á Íslandi en Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, kemur einnig fyrir í innslaginu sem og Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar.

„Ég yfirgaf Rangers þegar ég var 21 árs gamall og fékk símtal um hvort ég vildi koma til Íslands og spila og ég ákvað að stökkva á tækifærið og ég hef ekki horft til baka síðan," sagði Lennon í viðtalinu.

Hægt er að horfa á innslagið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner