Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   lau 06. mars 2021 00:01
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Niðurstaðan erfið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Fjölnir og Breiðablik í Lengjubikarnum en þar enduðu leikar 1-3 fyrir Blika og var sigurinn sannfærandi. Mörk Breiðablik skoruðu Oliver Sigurjónsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson. Mark Fjölnis skoraði Baldur Sigurðsson.

"Þetta var erfiður leikur í dag við vissum þetta yrði erfitt, mér fannst liðið leggja mikið í leikinn og þetta var að mörgu leiti ágætis leikur hjá okkur en niðurstaðan erfið og við verðum bara að halda áfram" Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis í viðtali eftir leik.

Hvernig finnst Ása staðan vera á liðinu í dag?

"Staðan heilt yfir er ágæt, við höfum verið að lenda í smá óhöppum, meiðsli hjá Hans, Dofra, Andri í gær og Breki núna í leiknum, þetta er svona aðeins að týnast út það er bara partur af þessu en heilt yfir er staðan á hópnum góð, menn eru í góðu standi fyrir utan þá sem eru tæpir og við hlökkum til loka undirbúnings"

Hvernig standa leikmannamálin hjá Fjölni?

"Hópurinn er þéttur, við erum samt alveg að skoða hvað við getum gert. Það hefur týnst úr sérstaklega aftast hjá okkur, Peter fer í fyrra, Torfi fer í Fylki og núna meiðist Hans og ef einhverjir möguleikar opnast sem við sjáum að geti styrkt okkur þá auðvitað skoðum við það"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner