Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 06. mars 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Boga ánægður á Ítalíu - „Fullkomin ákvörðun að fara frá Chelsea"
Jeremie Boga hefur fundið sig á Ítalíu
Jeremie Boga hefur fundið sig á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Jeremie Boga tók djarfa ákvörðun árið 2018 er hann samdi við Sassuolo í Seríu A á Ítalíu eftir að hafa verið á mála hjá enska félaginu Chelsea frá 2009.

Boga er 24 ára gamall vængmaður en hann samdi við Chelsea þegar hann var aðeins 12 ára gamall.

Hann fór í gegnum unglinga- og varalið félagsins og gerði þar góða hluti en tókst þó aðeins að spila einn leik á tíma sínum hjá Chelsea og var lánaður til Rennes, Granada og Birmingham þar sem hlutirnir virtust ekki ganga upp hjá honum.

Árið 2018 ákvað hann að yfirgefa Chelsea og ganga til liðs við Sassuolo á Ítalíu. Það reyndist besta ákvörðunin á ferlinum.

„Það að vera hjá Chelsea og vera alltaf lánaður annað var mjög pirrandi en það kom mér ekkert á óvart heldur. Ungu leikmennirnir hjá Chelsea fengu ekki mörg tækifæri í liðinu þannig það var það eina í stöðunni að fara á láni og þroskast," sagði Boga.

„Ég er ekkert að dæma Chelsea fyrir að gefa mér ekki meira tíma á vellinum. Enginn fer sömu leið og ég var bara að fylgja minni leið. Ég hefði kannski getað gert lengri lánssamninga og tekið tveggja ára samning en ég ákvað að taka frekar bestu ákvörðun ferilsins þegar ég flutti hingað."

„Sassuolo var akkurat það sem hentaði mér hvað varðar mína þróun,
sagði hann ennfremur.

Boga hefur spilað 79 leiki með Sassuolo og skorað 17 mörk. Þá hefur hann lagt upp 7 mörk en hann er einn frambærilegasti leikmaður liðsins sem situr nú í 9. sæti ítölsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner