Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. mars 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sindri Scheving í Fjölni (Staðfest)
Sindri Scheving
Sindri Scheving
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Scheving er genginn til liðs við Fjölni frá Þrótti R. og mun því spila með Fjölnismönnum í Lengjudeildinni í sumar.

Sindri er fæddur árið 1997 og uppalinn í Val en hann gekk til liðs við Reading árið 2014 og eyddi þremur árum í akademíunni hjá félaginu áður en hann sneri aftur heim.

Hann spilaði sumarið 2017 með Haukum í Inkasso-deildinni áður en hann samdi við Víking R. og lék með þeim í Pepsi-deildinni sumarið 2018.

Sindri hefur spilað síðustu tvö tímabil með Þrótturum í Lengjudeildinni og gert góða hluti þar en nú er hann genginn til liðs við Fjölni og mun spila með þeim.

Fjölnir féll úr Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili en liðið hafnaði í 12. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner