Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. apríl 2021 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Alexander-Arnold verið stórkostlegur fyrir Madríd"
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum gegn Real Madrid í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Staðan er 2-0 fyrir Madrídinga en Alexander-Arnold tapaði boltanum 13 sinnum í hálfleiknum, meira en nokkur annar leikmaður í leikjunum tveimur í Meistaradeildinni í kvöld.

Hann gerði líka slæm mistök í öðru marki Real Madrid þegar hann skallaði boltann fyrir fætur Marcos Asensio. Markið má sjá hérna.

„Alexander-Arnold er búinn að vera stórkostlegur fyrir Madríd í kvöld," skrifaði Jack Lang, penni á The Athletic, um frammistöðu bakvarðarins í fyrri hálfleik.

Mikil umræða hefur verið um það hvort Alexander-Arnold eigi að vera í enska landsliðshópnum. Hann komst ekki í síðasta hóp en mikil samkeppni er um stöðu hægri bakvarðar hjá Englandi. Hann var frábær gegn Arsenal um síðustu helgi og átti stóran þátt í tveimur mörkum en í kvöld hefur hann átt erfitt uppdráttar og mikið er efast um varnarhæfileika hans.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner