Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. apríl 2021 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fannst ég vinna boltann á löglegan hátt"
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Jude Bellingham átti virkilega flottan leik fyrir Borussia Dortmund í 2-1 tapi gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn fór fram í Manchester á Englandi.

„Þeir eru eitt besta liði í heimi ef ekki það allra besta. Það hvernig þeir reyna að vinna boltann eftir að þeir tapa honum er í heimsklassa," sagði Bellingham sem er uppalinn hjá Birmingham í Englandi.

Það var umdeilt atvik í fyrri hálfleiknum þegar Bellingham skoraði mark sem var dæmt af. Hategan, dómari, var búinn að flauta í flautu sína áður en enski táningurinn setti boltann í netið; hann flautaði brot á Bellingham.

Hann mat það sem svo að Bellingham hefði brotið á Ederson, markverði Man City, en Bellingham fór í boltann og svo sparkaði Ederson í hann. Það var ekki hægt að skoða það aftur í VAR því Hategan flautaði áður en Bellingham skoraði. Virkilega slök dómgæsla sem gæti reynst dýrkeypt fyrir Dortmund.

„Mér fannst ég vinna boltann á löglegan hátt. Það er pirrandi þegar það eru svona margar myndavélar á leiknum að þeir leyfi mér ekki að setja boltann í netið og skoði svo. Svona er fótboltinn, svona er lífið, þú verður bara að halda áfram. Þeir áttu að skoða þetta," sagði Bellingham.

Hægt er að sjá myndskeið af "broti" Bellingham hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner