Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 06. apríl 2021 10:10
Elvar Geir Magnússon
Neville og Carragher völdu enska liðið fyrir EM
Gary Neville og Jamie Carragher.
Gary Neville og Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Hvorugur var með pláss fyrir Jadon Sancho.
Hvorugur var með pláss fyrir Jadon Sancho.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í mánudagsþætti sínum á Sky Sports í gær opinberuðu þeir Gary Neville og Jamie Carragher hvernig þeir myndu velja enska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið í sumar.

Þá völdu þeir sín byrjunarlið í fyrsta leik gegn Króatíu en einnig eru Skotland og Tékkland í riðlinum.

Byrjunarlið Gary Neville:
Henderson, Walker, Stones, Maguire, Shaw, Phillips, Rice, Mount, Sterling, Kane, Rashford

Byrjunarlið Jamie Carragher:
Pickford, Alexander-Arnold, Stones, Maguire, Shaw, Henderson, Rice, Mount, Sterling, Kane, Grealish

Líflegar umræður sköpuðust í þættinum í gær en Neville sagði að mesta áfallið fyrir England yrði ef Harry Maguire myndi meiðast og gæti ekki tekið þátt í mótinu. Carragher tók ekki undir það og sagði að Harry Kane væri besti og mikilvægasti leikmaður liðsins.

Báðir völdu þeir Trent Alexander-Arnold og Jack Grealish í sinn hóp og einnig voru þeir sammála um að velja ekki Jadon Sancho og Jesse Lingard.

Neville valdi Mason Greenwood í sinn hóp og segir að hann getu komið með ákveðna eiginleika af bekknum ef enska liðinu vantar mark. Carragher ákvað hinsvegar að velja ungstirnið Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund.

Leikmannahópur Gary Neville:
Pickford, Pope, Henderson, Walker, Arnold, Chilwell, Shaw, Stones, Maguire, Mings, Dier, Rice, Henderson, Mount, Phillips, Foden, Ward-Prowse, Kane, Sterling, Calvert-Lewin, Grealish, Rashford, Greenwood

Leikmannahópur Jamie Carragher:
Pickford, Pope, Henderson, Walker, Arnold, Chilwell, Shaw, Stones, Maguire, Mings, Coady, James, Rice, Henderson, Mount, Phillips, Foden, Bellingham, Kane, Sterling, Calvert-Lewin, Grealish, Rashford
Athugasemdir
banner
banner
banner