Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. apríl 2021 14:40
Enski boltinn
„Það fór allt í steik"
Nær Chelsea vopnum sínum á ný?
Nær Chelsea vopnum sínum á ný?
Mynd: Getty Images
„Ef þetta hefði gerst í tölvuleik hefði maður sagt að tölvuleikir væru meiri vitleysan," sagði Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag þegar rætt var um 5-2 tap liðsins gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Thiago Silva fékk að líta rauða spjaldið þegar Chelsea var 1-0 yfir í fyrri hálfleik. Eftir það hrundi leikur liðsins.

„Þetta var einn af þessum leikjum þar sem allt fór úrskeiðis. Maður var sleginn flatur í hádeginu á laugardaginn. Það fór allt í steik," sagði Jóhann.

„Það var eins og West Brom hafi breyst í Barcelona í dulargervi. Þeir kláruðu færin sín fáránleg. Maður trúði ekki sínum eigin augum þegar maður horfði á þetta og maður var farinn að hlægja undir lokin."

Chelsea er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en liðið er einnig í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og undanúrslitum enska bikarsins.

„Nú reynir á. Leikmenn Chelsea eru rosalega hæfileikaríkir, það er mikil breidd og samkeppni um stöður. Það sem þarf mest að laga er andlegur styrkur. Þeir hafa brotnað harkalega þegar þeir hafa brotnað undanfarin 2-3 ár," sagði Jóhann Már.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var nánar rætt um Chelsea. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Liverpool vaknar og Barcelona í dulargervi
Athugasemdir
banner
banner
banner