Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 11:55
Aksentije Milisic
Grótta fær hollenskan miðjumann (Staðfest)
Lengjudeildin
Damian Timan.
Damian Timan.
Mynd: Grótta

Damian Timan hefur gengið í raðir Gróttu í Lengjudeildinni en þessi 23 ára gamli miðjumaður krotaði undir tveggja ára samning við félagið.


Timan er alinn upp hjá PSV Eindhoven og þá hefur kappinn spilað yfir 20 leiki með yngri landsliðum Hollands.

„Ég er mjög glaður að vera kominn hingað því Grótta er í einu orði sagt frábært félag. Hér ríkir metnaður sem er í takt við mitt hugarfar. Ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir framan stuðningsmennina og leggja mitt að mörkum til að þetta verði eftirminnilegt tímabil hjá liðinu," sagði leikmaðurinn við undirskriftina.

Grótta mætir Aftureldingu á útivelli í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar þann 3. maí en hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna frá félaginu varðandi félagsskipti Timan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner