Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. maí 2021 10:19
Elvar Geir Magnússon
Bielsa vill halda Alioski - Tímabilið búið hjá Costa
Ezgjan Alioski.
Ezgjan Alioski.
Mynd: Getty Images
Leeds og Tottenham mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun.

Þar sagðist hann vilja halda Norður-makedónska landsliðsmanninum Ezgjan Alioski hjá félaginu en þessi 29 ára leikmaður verður samningslaus í sumar.

„Það eru viðræður milli leikmannsins og félagsins. Ég yrði ánægður ef Alioski yrði áfram með okkur en það er ekki í mínum höndum," segir Bielsa.

Á fundinum staðfesti Bielsa að vængmaðurinn Helder Costa yrði ekki meira með á tímabilinu vegna bakmeiðsla.

Kalvin Phillips og Raphinha eru tæpir fyrir leikinn á laugardag en fyrirliðinn Liam Cooper snýr aftur eftir þriggja leikja bann.
Athugasemdir
banner
banner
banner