Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 06. maí 2021 16:38
Ívan Guðjón Baldursson
Lazar til Ægis (Staðfest)
Mynd: Ægir
Ægir frá Þorlákshöfn var að fá gífurlegan liðsstyrk í sínar raðir, serbneska miðjumanninn Lazar Cordasic.

Lazar gerði góða hluti á miðjunni hjá Fjarðabyggð í 2. deildinni í fyrra og mun vafalaust reynast Ægi mikilvægur í 3. deildinni.

Lazar kemur til Ægis frá IMT Belgrad í Serbíu. Hann er 33 ára gamall og spilar sem varnartengiliður.

„Okkur hlakkar til að sjá Lazar í gulu treyjunni í sumar!" segir í færslu Ægis á Instagram.

Ægir fékk 24 stig úr 20 leikjum í 3. deildinni í fyrra og endaði í áttunda sæti, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner