Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. maí 2021 21:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildin: Markaveisla á Framvelli - Fjölnir svaraði með þremur
Lengjudeildin
Fred setti tvö
Fred setti tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gulir byrja á sigri
Gulir byrja á sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Fram byrja á tveggja marka sigrum í Lengjudeildinni. Liðin unnu sína leiki í 1. umferð deildarinnar.

Fram lagði Víking Ólafsvík á heimavelli, 4-2. Fram var komið í 3-0 eftir fimm mínútna leik og þannig var staðan í hálfleik. Fred skoraði 3. mark Fram á 5. mínútu og 4. markið á 51. mínútu.

Ólsarar minnkuðu muninn á 60. mínútu þegar Kyle skoraði sjálfsmark og Harley Willard skoraði annað mark Ólsara úr víti á 81. mínútu. Lengra komust gestirnir ekki og Fram byrjar á því að taka þrjú stig úr fyrsta leik.

Markalaust var á Eimskipsvellinum í leikhléi en á fyrstu mínútu seinni hálfleiks skoraði Samuel Ford fyrir heimamenn. Gummi Kalli jafnaði metin á 53. mínútu fyrir gestina. Sigurpáll Melgberg, Spalli, kom Fjölni yfir á 68. mínútu og það var svo Alexander Freyr, lánsmaður frá HK, sem skoraði þriðja mark Fjölnis.

Á 86. mínútu fékk Hreinn að líta rauða spjaldið hjá heimamönnum. Fjölnir byrjar á góðum endurkomusigri á útivelli.

Þróttur R. 1 - 3 Fjölnir
1-0 Samuel George Ford ('46 )
1-1 Guðmundur Karl Guðmundsson ('53 )
1-2 Sigurpáll Melberg Pálsson ('68 )
1-3 Alexander Freyr Sindrason ('81 )
Rautt spjald: Hreinn Ingi Örnólfsson, Þróttur R. ('86)
Lestu um leikinn

Fram 4 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Albert Hafsteinsson ('1 , víti)
2-0 Tryggvi Snær Geirsson ('4 )
3-0 Frederico Bello Saraiva ('5 )
4-0 Frederico Bello Saraiva ('51 )
4-1 Kyle Douglas McLagan ('60 , sjálfsmark)
4-2 Harley Bryn Willard ('81 , víti)
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner