Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar kominn í 8-liða úrslit
Mynd: Al Gharafa
Al-Gharafa 2 - 1 Al-Khor
1-0 Joselu ('19)
2-0 Ahmed Al-Ganehi ('63)
2-1 Abdelaziz Hazaa ('75)

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn er Al-Gharafa sigraði gegn Al-Khor í 16-liða úrslitum í katarska bikarnum.

Joselu, sem lék með Real Madrid á síðustu leiktíð og hefur einnig spilað fyrir Newcastle á ferlinum, kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik.

Ahmed Al-Ganehi tvöfaldaði forystu heimamanna í síðari hálfleik áður en Abdelaziz minnkaði muninn svo lokatölur urðu 2-1.

Yacine Brahimi, fyrrum stjarna Porto, var einnig í byrjunarliði Al-Gharafa ásamt Rodrigo Moreno, fyrrum leikmanni Leeds og Valencia.

Aron Einar er 36 ára gamall og var að spila sinn fyrsta leik með Al-Gharafa síðan um miðjan febrúar, þegar liðið tapaði 4-2 gegn Al-Ahli frá Sádi-Arabíu, í leik þar sem Ivan Toney, Roberto Firmino, Galeno og Riyad Mahrez komust allir á blað.
Athugasemdir
banner
banner