Inter og Barcelona eigast við í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og hafa byrjunarliðin verið staðfest. Það ríkir gríðarleg eftirvænting fyrir þessum slag eftir 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni.
Heimamenn í liði Inter mæta til leiks með nákvæmlega sama byrjunarlið og í fyrri leiknum. Allir leikmenn byrjunarliðsins nema Yann Bisseck voru hvíldir um helgina þegar Inter lagði Verona að velli til að næla sér í dýrmæt stig í titilbaráttunni. Simone Inzaghi þjálfari vill leggja aðaláherslu á að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað sinn á þremur árum.
Gestirnir frá Barcelona neyðast til að gera eina breytingu frá fyrri leiknum eftir að Jules Koundé meiddist á heimavelli. Eric García kemur inn í varnarlínuna í hans stað. Hansi Flick þjálfari Börsunga skipti, líkt og kollegi sinn Inzaghi, út tíu byrjunarliðsmönnum um helgina en tókst þrátt fyrir það að sigra á útivelli gegn Real Valladolid. Dýrmæt stig í titilbaráttunni á Spáni.
Pedri lék fyrri hálfleikinn um helgina á meðan Lamine Yamal, Raphinha og Frenkie de Jong spiluðu seinni hálfleikinn og þá fékk Dani Olmo að spreyta sig síðasta hálftímann. Leikmenn Inter fengu því örlítið meiri hvíld heldur en Börsungar um helgina.
Robert Lewandowski byrjar á bekknum hjá Barcelona en hann er tæpur eftir meiðsli.
Inter: Sommer, Bisseck, Acerbi, Bastoni, Dumfries, Dimarco, Barella, Calhanoglu, Mkhitaryan, Thuram, Martinez
Varamenn: Di Gennaro, Martinez, Arnautovic, Asllani, Augusto, Darmian, De Vrij, Frattesi, Re Cecconi, Taremi, Zalewski, Zielinski
Barcelona: Szczesny, Garcia, Cubarsi, Inigo, Martin, De Jong, Pedri, Yamal, Olmo, Raphinha, Torres
Varamenn: Pena, Astralaga, Victor, Lopez, Lewandowski, Gavi, Fort, Fati, Farre, Darvich, Christensen, Araujo
Athugasemdir