Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd ekki á eftir Werner út af Sancho
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner virðist vera að ganga í raðir Chelsea frá RB Leipzig.

Sagt er að þessi 24 ára leikmaður, sem er með 25 mörk í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili, sé með riftunarákvæði upp á 54 milljónir punda.

Hann var sterklega orðaður við Liverpool en talið er að það sé af fjáhagssástæðum sem Liverpool ætlar ekki að kaupa hann.

Þegar í ljós kom að Liverpool myndi ekki kaupa Werner þá höfðu umboðsmenn hans samband við Chelsea og Manchester United, félög sem höfðu einnig sýnt áhuga. Chelsea virðist núna vera að landa honum, en United hafði ekki áhuga. Fjölmiðlamaðurinn Sam Pilgar segir að það sé vegna þess að United sé með öll augu á Jadon Sancho, leikmanni Borussia Dortmund.

Sancho, sem er tvítugur, hefur hvað mest verið orðaður við United, en hann hefur einnig verið bendlaður við Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner