Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. júní 2021 13:51
Aksentije Milisic
Karólína þýskur meistari með Bayern Munchen (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er orðinn þýskur meistari með Bayern Munchen en þetta varð ljóst eftir að liðið lagði Eintrach Frankfurt að velli í dag.

Alexandra Jóhannsdóttir, besta vínkona Karólínu Leu, er í Frankfurt og hún kom inn á sem varamaður í síðari hálfleiknum. Leiknum lauk með sannfærandi 4-0 sigri Bayern en Karólína kom inn á þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þetta er í fyrsta skiptið síðan 2016 sem Bayern Munchen er meistari í kvennaflokki og er þetta annað árið í röð sem Íslendingur verður meistari í þýsku deildinni. Í fyrra tók Sara Björk Gunnarsdóttir þann stóra með Wolfsburg.

Bayern endar tímabilið með tveimur stigum meira heldur en Wolfsburg en síðustu ár hefur Wolfsburg verið með titilinn í sínum höndum.

Karólína gekk í raðir Bayern München í janúar á þessu ári og spilaði hún sex leiki með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner