Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 06. júní 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Courtois svaraði Mark Goldbridge - „Ég er alls ekki lélegur í því"
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois var langbesti maður vallarins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum.

Eftir leik talaði Courtois um að hann fengi ekki nægilega mikla virðingu, sérstaklega ekki á Englandi.

Núna er Courtois byrjaður að láta til sín taka á samfélagsmiðlum þar sem hann svarar gagnrýni.

Mark Goldbridge stýrir Youtube-rásinni United Stand þar sem hann talar mikið um sitt uppáhalds félag, Manchester United. Hann er mjög vinsæll í sínu starfi og er með marga fylgjendur. á Twitter í gær blandaði hann Courtois inn í umræðu um David de Gea, markvörð United, í kjölfarið á ummælum sem spænski landsliðsþjálfarinn lét falla.

„De Gea var valinn besti leikmaður ársins hjá Man Utd. Courtois var maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hann er ekki fljótur af línunni eða góður í fótunum. Það er fyrsta verkefni markvarðar að verja skot og við erum með einn þann besta í heiminum," sagði De Gea.

Courtois sá þetta og birti myndir af sér í úrslitaleiknum þar sem hann kemur af línunni og grípur boltann, eitthvað sem Enrique sagði að De Gea skorti - að vera öflugur í því að koma út og grípa boltann.

Goldbridge sagðist þá aðallega vera að tala um færnina að vera góður í fótunum, að sumir meti það betur en að verja skot. „Það er það sem ég var að tala um varðandi þig og De Gea."

Courtois svaraði aftur. „Það sýnir bara fram á að þú ert ekki búinn að horfa á mig síðan ég fór frá Chelsea. Ég hef allar sóknir núna. Ég er ekki sá besti í heiminum, en ég er alls ekki lélegur í því eins og þú segir," skrifaði Courtois léttur.

Sá belgíski hefur mikið álit á sjálfum sér og hefur fullan rétt á því eftir magnaða frammistöðu í úrslitaleiknum.



Athugasemdir
banner
banner
banner