Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   þri 06. júní 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sextán ára Kendry Paez valinn í landsliðshóp Ekvador
Mynd: Getty Images

Hinn 16 ára gamli Kendry Paez, fæddur 4. maí 2007, hefur verið valinn í A-landsliðshóp Ekvador fyrir æfingaleiki gegn Bólivíu og Kosta Ríka sem eru framundan.


Paez er lykilmaður í U17 landsliði Ekvador en hefur einnig verið að spila með U20 liðinu. Paez er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig leikið á hægri kanti.

Hann er talinn vera eitt mesta efni heimsfótboltans um þessar mundir og er Chelsea þegar búið að kaupa leikmanninn. Paez mun flytja til Englands og ganga til liðs við Chelsea eftir tvö ár, þegar hann verður búinn að eiga 18 ára afmæli.

Chelsea er talið borga um 20 milljónir evra fyrir táninginn sem gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner