Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   þri 06. júní 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Miðasala hafin fyrir Evrópumótin í Möltu og Belgíu
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
watermark
Mynd: KSÍ

U19 ára landslið Íslands tryggðu sig í lokakeppni Evrópumótsins bæði í karla- og kvennaflokki í fyrsta sinn í sögunni.


Mótin fara fram í sumar og verður hægt að fylgjast með leikjum unglingalandsliðanna í gegnum veraldarvefinn.

Karlamótið fer fram á Möltu. Það hefst 3. júlí og lýkur 16. júlí, þar sem Ísland er í riðli með Grikklandi, Noregi og Spáni í átta liða lokamóti. Strákarnir okkar unnu undanriðilinn sinn eftir frækinn sigur gegn sterku landsliði Englendinga, sem var talið langsigurstranglegasta lið undanriðilsins fyrir upphafsflautið.

Kvennamótið fer fram í Belgíu og hefst það skömmu eftir að karlamótinu lýkur, eða 18. júlí. Það varir í tólf daga og eru Stelpurnar okkar í riðli með Spáni, Frakklandi og Tékklandi.

Stelpurnar komust í gegnum gríðarlega erfiðan undanriðil þar sem þær sigruðu bæði gegn Dönum og gegn Svíum.

Miðasala á alla leiki mótanna er hafin og má tryggja sér miða á leiki íslands með að smella á hlekkina sem eru hér fyrir neðan.

Miðasala U19 karla
Miðasala U19 kvenna
Heimasíða karlamótsins
Heimasíða kvennamótsins


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner