De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   þri 06. júní 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Xhaka má fara um leið og Arsenal kaupir miðjumenn
Granit Xhaka kvaddi stuðningsmenn Arsenal eftir lokaumferðina en félagið gæti haldið honum ef illa mun ganga á leikmannamarkaðinum.
Granit Xhaka kvaddi stuðningsmenn Arsenal eftir lokaumferðina en félagið gæti haldið honum ef illa mun ganga á leikmannamarkaðinum.
Mynd: Getty Images

Sky Sports greinir frá því að svissneski landsliðsmaðurinn Granit Xhaka fær ekki að yfirgefa Arsenal fyrr en félagið kaupir leikmann til að fylla í skarðið fyrir hann.


Xhaka, sem verður 31 árs í september, á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal með möguleika um eins árs framlengingu. Hann er búinn að samþykkja félagsskipti til Bayer Leverkusen, sem mun borga um 15 milljónir evra fyrir, en Arsenal ætlar ekki að gefa grænt ljós strax.

Mikel Arteta vill fá tvo nýja miðjumenn inn til að berjast við Jorginho og Thomas Partey um sæti í byrjunarliðinu. Xhaka fær ekki að fara fyrr en þessir tveir leikmenn eru komnir inn.

Xhaka var keyptur til Arsenal fyrir um 35 til 40 milljónir evra sumarið 2017 og hefur verðmiðinn lækkað með hækkandi aldri.

Xhaka á 297 leiki að baki fyrir Arsenal og hefur unnið FA bikarinn tvisvar með félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner