Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fim 06. júní 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland þögull sem gröfin

Erling Haaland framherji Manchester City vildi lítið tjá sig um sögusagnir um að hann væri í viðræðum við félagið um nýjan samning.


Haaland á enn þrjú ár eftir af samningi sínum en talað er um að City vilji framlengja samning hans og mun hann inni halda 175 milljón punda riftunarákvæði.

„Ég hef átt tvö frábær ár og á þrjú ár eftir, það er eiginlega allt sem ég get sagt," sagði Haaland við TV2.

Haaland gekk til liðs við City frá Dortmund fyrir síðustu leiktíð og átti stórkostlegt tímabil þar sem hann bætti markametið í ensku úrvalsdeildinni með því að skora 36 mörk.

Hann fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína á síðustu leiktíð en hann skoraði samt sem áður 27 mörk og var markahæstur í deildinni.


Athugasemdir
banner