Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. júlí 2018 19:58
Gunnar Logi Gylfason
HM: Belgar í undanúrslit
Kevin de Bruyne skoraði fyrir Belga í dag
Kevin de Bruyne skoraði fyrir Belga í dag
Mynd: Getty Images
Brasilía 1-2 Belgía
0-1 Sjálfsmark ('13)
0-2 Kevin de Bruyne ('31)
1-2 Renato Augusto ('76)

Nú er seinni leik dagsins lokið en um er að ræða stórleik 8-liða úrslitanna á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Leikurinn var fjörugur og áttu bæði lið færi áður en að Belgar komust yfir á 13. mínútu með sjálfsmarki Fernandinho eftir hornspyrnu en boltinn fór í hönd Fernandinho og í markið.

Leikurinn hélt áfram að vera fjörugur og Belgar tvöfölduðu forystuna þegar Kevin de Bruyne skoraði úr skoti fyrir utan teig eftir góðan sprett Romelu Lukaku með boltann.

Brasilíumenn sóttu mikið eftir markið en Courtois í marki Belganna átti góðan leik auk þess sem vörn Belganna var vel á verði.

Brasilíumenn gáfust þó ekki upp og eftir 75 mínútna leik minnkuðu þeir muninn þegar Renato Augusto skallaði boltann framhjá Courtois í markinu eftir sendingu frá Philippe Coutinho.

Eftir markið lágu Brasilíumenn á Belgunum og ógnuðu markinu trekk í trekk og Belgarnir vörðust og beittu skyndisóknum.

Fimm mínútum var bætt við leikinn og á 94. mínútu varði Courtois frábærlega frá Neymar í horn. Það reyndist síðasta skotið á markið í leiknum því stuttu síðar flautaði dómarinn leikinn af.

Belgar unnu því leikinn og eru komir í undanúrslit í fyrsta skipti í 32 ár og mæta þar Frökkum.
Athugasemdir
banner
banner
banner