Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. júlí 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur tveir leikir í umferðinni í Draumaliðsdeild 50skills
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Breiðabliks.
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta eru fordæmalausir tímar. Það eru aðeins tveir leikir í umferðinni í Draumaliðsdeild 50skills, aðra umferðina í röð.

Leikjum hjá Breiðabliki, Fylki og KR var frestað eftir að Covid-smit komu upp hjá leikmönnum Blika og Fylkis. Leikmannahópur KR hefur þá verið í sóttkví þar sem liðið spilaði gegn Breiðabliki, gegn leikmanninum sem greindist með kórónuveiruna.

Það eru því aðeins tveir leikir í þessari umferð í Draumaliðsdeild 50skills. Það eru engin stig í þessari umferð fyrir leikmenn þeirra sex liða sem eiga ekki leik í þessari umferð Draumaliðsdeildarinnar.

Markaðurinn lokar á eftir klukkan 18:15. Báðir leikirnir í umferðinni eru í kvöld.

Pepsi-Max deild kvenna
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
19:15 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur)

Smelltu hérna til að fara inn á síðu Draumaliðsdeildar 50skills.

Er kominn tími á að nota Wildcard?
Ein breyting er að venju leyfileg á milli umferða en hægt er að gera fleiri breytingar á liði sínu án þess að missa stig með því að nota „wildcard" sem nota má einu sinni yfir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner