Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Agla María: Við höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki og koma okkur áfram
Nik: Við viljum bara góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir leikinn í Danmörku
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
   mán 06. júlí 2020 22:17
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jakob: Það er stefnan að vera í topp tveimur
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Jakob Leó þjálfari Hauka
Jakob Leó þjálfari Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar og Afturelding áttust við í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem Haukar fóru með 2-1 sigur. Jakob þjálfari Hauka var að vonum sáttur að leikslokum.

"Gríðarlega sáttur, rosalega erfitt að koma hérna í Mosó og spila við Aftureldingu. Þær spila fast og berjast fyrir sínu. Þannig að eftir gríðarlega lélegan fyrri hállfeik þá er ég ótrúlega ánægður með mitt lið að hafa komið til baka. Við fórum vel yfir málin í hálfleik og ég er ótrúlega stoltur og ánægður með liðið í seinni hálfleik" sagði Jakob

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Haukar

Haukar komu að miklum krafti inn í seinni hálfleik og skora tvö mörk með stuttu millibili. Hvað sagði Jakob við stelpurnar í hálfleik? 

"Í rauninni bara að mæta til leiks og reyna að matcha andstæðinginn. Þær voru að reyna að kveikja í þessu og vera með læti. Fyrst og fremst sóknarlega að vera meiri hreyfing og að við værum að færa miðjumennina okkar aðeins til, þannig að það væri ekki bara of fyrirsjáanlegt það sem við værum að gera." 

Með sigrinum komast Haukar á toppinn á deildinni, allavega í bili. Ætla þær að vera þar?

"Já það er stefnan að vera í topp 2 og við stefnum ekki á neitt annað en klára mótið þar." segir Jakob

Næsti leikur Hauka er í Mjólkurbikarnum gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni. Haukar eru vel stemmdar í það.

"Hún er bara gríðarlega góð, við erum bara spennt og hlakkar til að takast á við nýjan andstæðing. Þær eru með hörkulið og þær eiga eftir að veita okkur mjög erfiðan leik." sagði Jakob að lokum
Athugasemdir
banner