þri 06. júlí 2021 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari greip tækifærið og spilaði frábærlega - Í liði vikunnar
Ari í baráttunni á lokamóti EM U21 landsliða í mars.
Ari í baráttunni á lokamóti EM U21 landsliða í mars.
Mynd: Getty Images
Ari Leifsson var maður leiksins þegar Strömsgodset og Vålerenga gerðu jafntefli í norsku deildinni á sunnudag.

Ari kom inn í lið Strömsgodset þar sem Niklas Gunnarsson tók út leikbann. Fyrir leikinn hafði Ari einungis spilað tólf mínútur á tímabilinu en annars vermt varamannabekkinn.

Ari er í liði umferðarinnar hjá Verdens Gang í Noregi og fær sjö í einkunn en einungis einn leikmaður fékk hærri einkunn.

Það má því með sanni segja að Ari hafi svo sannarlega gripið tækifærið og sýnt hversu megnugur hann er. Hann var frábær í leiknum og gerir klárt tilkall til að spila næsta leik.

Næsti leikur Strömsgodset er gegn Viking á laugardag. Liðið er í tólfta sæti eftir tíu leiki en liðin í deildinni hafa spilað á bilinu 9-13 leiki í deildinni.

Ari er 22 ára miðvörður sem hélt til Noregs í fyrra frá Fylki. Hann á að baki einn A-landsleik og lék tuttugu U-21 árs landsleiki.

Lið elleftu umferðar hjá VG:
Markvörður: Anders Kristiansen (Sarpsborg 08) 6.

Vörn: Odin Bjørtuft (Odd) 6, Ari Leifsson (Strømsgodset) 7, Alexander Stølås (Haugesund) 6.

Miðja: Torgil Gjertsen (Kristiansund) 7, Patrick Berg (Bodø/Glimt) 7, Ulrik Saltnes (Bodø/Glimt) 7, Robert Taylor (Brann) 7.

Sókn: Thomas Lehne Olsen (Lillestrøm) 8, Alioune Ndour (Haugesund) 7, Veton Berisha (Viking) 7.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner