Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 06. júlí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Landsliðskona Svíþjóðar vill ekki láta líkja sér við Zlatan
Kosovare Asllani
Kosovare Asllani
Mynd: Getty Images
Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani gekk á dögunum í raðir ítalska félagsins Milan en hún vill alls ekki að fólk sé að líkja henni við Zlatan Ibrahimovic.

Asllani er 32 ára gömul og komið víða við á mjög svo glæstum ferli en hún var síðast á mála hjá Real Madrid á Spáni.

Hún samdi við Milan á dögunum og er nú bæði karla- og kvennaliðið með öfluga framherja frá Svíþjóð.

„Það kemur ekkert til með að hafa áhrif á mig þar sem ég ætla að einbeita mér að mínu og því sem ég geri fyrir mitt lið, þannig þetta er ekkert sem ég hef verið að hugsa út í. Hann er ótrúlega stór leikmaður og hefur gert magnaða hluti fyrir Milan og sænska landsliðið, en ég einbeiti mér bara að mínu," sagði Asllani við Aftonbladet.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún þarf að svara þessum spurningum en hún samdi við franska félagið Paris Saint-Germain á sama tíma og Zlatan spilaði með frönsku meisturunum.

„Þetta er einhvern vegin alltaf svona, þetta var svipað þegar ég samdi við PSG, en ég er bara mín eigin persóna og vil ekki láta líkja mér við aðra fótboltamenn og ekki Zlatan heldur. Það eru engin líkindi með okkur," sagði Asllani ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner