Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. júlí 2022 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Alfons á sínum stað í þægilegum sigri Glimt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bodö/Glimt tók á móti KÍ frá Klaksvík í undankeppni Meistaradeildarinnar í dag og lenti ekki í erfiðleikum.


Alfons Sampsted var á sínum stað í hægri bakvarðarstöðunni er nígeríski framherjinn Victor Boniface sá um markaskorunina.

Boniface skoraði tvennu í fyrri hálfleik og fullkomnaði þrennuna eftir leikhlé í þægilegum 3-0 sigri.

Seinni leikurinn verður í Færeyjum næsta þriðjudag og mun sigurliðið mæta sigurvegurunum úr viðureign TNS og Linfield í næstu umferð.

Bodö/Glimt 3 - 0 KÍ Klaksvík
1-0 Victor Boniface ('11)
2-0 Victor Boniface ('31)
3-0 Victor Boniface ('58, víti)

Á sama tíma gerðu Tobol og Ferencvaros markalaust jafntefli í Kasakstan og HJK lagði RFS í Helsinki 1-0.

Seinna í kvöld mæta lið á borð við Sheriff Tiraspol, Maribor og Slovan Bratislava til leiks auk Shakhtyor Soligorsk frá Hvíta-Rússlandi.

Tobol 0 - 0 Ferencvaros

HJK 1 - 0 RFS


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner