
Ísland er úr leik á Evrópumótinu eftir grátlegt tap gegn Sviss í kvöld. Tveir leikir og tvö töp.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.
Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - 6
Var öryggið uppmálað í sínum aðgerðum og varði einu sinni vel. Gat lítið gert í mörkunum.
Guðný Árnadóttir - 5
Átti erfitt uppdráttar gegn Finnlandi, en skilaði talsvert betri frammistöðu í dag áður en hún fór meidd af velli í fyrri hálfleik.
Glódís Perla Viggósdóttir - 6
Fyrirliðinn kom til baka úr veikindum og skilaði flottri frammistöðu eftir allt sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga. Var besti leikmaður Íslands í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir - 5
Var flott lengst af en missti manninn inn fyrir sig í fyrra markinu sem Sviss skorar.
Guðrún Arnardóttir - 5
Steig upp frá síðasta leik, öflug varnarlega lengst af en náði ekki að gera mikið sóknarlega. Var orðin bensínlaus í seinna markinu og varðist ekki vel.
Alexandra Jóhannsdóttir - 6
Átti fínan dag á miðjunni. Kom boltanum vel frá sér og barðist mikið.
Dagný Brynjarsdóttir - 4
Gerði sig seka um klaufaleg mistök í markinu sem Sviss skorar. Hafði verið góð fram að því. Þetta voru dýrkeypt mistök.
Agla María Albertsdóttir - 5
Átti eina frábæra fyrirgjöf í fyrri hálfleik sem hefði mátt gera meira úr. Náði annars lítið að komast í takt við leikinn.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 5
Var óheppin að skora ekki með aukaspyrnu sem hún tók í síðari hálfleik. Þegar hún fékk stöður þá hefði hún þurft að gera betur við þær, en við enn og aftur hefðum við þurft að koma henni meira á boltann.
Sveindís Jane Jónsdóttir - 4
Vann vel fyrir liðið en fór illa með góðar stöður. Við þurftum meira frá henni í þessum tveimur leikjum, henni og Karólínu sem eru stjörnur okkar fram á við. Oft hugsaði maður að hún þyrfti að skjóta á markið þegar hún gerði það ekki.
Sandra María Jessen - 6
Vann virkilega vel fyrir liðið og hélt vel í boltann sem okkar fremsti leikmaður, en náði ekki að skapa mikla hættu.
Varamenn:
Sædís Rún Heiðarsdóttir - 5
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - 5
Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn
Athugasemdir