Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 06. ágúst 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
King í þjálfarateymi Tottenham
Tottenham hefur tilkynnt að Ledley King sé kominn í þjálfarateymi Jose Mourinho hjá félaginu.

King mun meðal annars sjá um að ungir leikmenn sem banka á dyr aðalliðsins fái þann stuðning sem þeir þurfa.

King er 39 ára og lagði skóna á hilluna 2012. Hann gerðist þá sendiherra félagsins.

„Ég er gríðarlega ánægður með að fá Ledley í teymið fyrir nýtt tímabil. Hann er með gríðarlega mikla tengingu inn í félagið og til stuðningsmanna. Við vonumst til að nota reynslu hans og innsæi til að gera okkar starf enn betra," segir Mourinho.


Athugasemdir
banner
banner