lau 06. ágúst 2022 10:20
Aksentije Milisic
Alonso fer til Barcelona - Sesko til Man Utd?
Powerade
Barcelona bíður.
Barcelona bíður.
Mynd: Getty Images
Sesko orðaður við Man Utd.
Sesko orðaður við Man Utd.
Mynd: EPA
Sagan endalausa með de Jong.
Sagan endalausa með de Jong.
Mynd: Getty Images

Alonso, Wan-Bissaka, Onana, Fofana, Udogie og de Jong eru í slúðurpakka dagsins svo eitthvað sé nefnt. BBC tók allt það helsta saman á þessum laugardegi.
_____________________________________


Barcelona er í viðræðum við Chelsea um hinn 31 árs gamla Marcos Alonso. Börsungar eru bjartsýnir á það að samkomulagi náist. (90min)

Alonso hefur kvatt liðsfélaga sína og starfsfólk Chelsea en það gerði hann í gær á Cobham æfingasvæði liðsins. (Mail)

Crystal Palace hefur áhuga á að kaupa Aaron Wan-Bissaka (24) til baka frá Manchester United. (Sky Sports)

Everton virðist ætla hafa betur við West Ham í baráttunni um hinn tvítuga miðjumann frá Lille,  Amadou Onana. (Mirror)

Chelsea gæti þurft að rjúfa met sem Manchester United á en það keypti Harry Maguire fyrir 80 milljónir punda og er hann dýrasti varnarmaður sem seldur hefur verið. Chelsea vill fá hinn 21 árs gamla Wesley Fofana frá Leicester en það gæti kostað sitt. (Telegraph)

Tottenham gerir ráð fyrir því að ná að klára kaup á hinum nítján ára gamla Destiny Udogie, leikmanni Udinese. Udogie er miðvörður. (Fabrizio Romano)

Frenkie de Jong er tilbúinn að vera áfram hjá Barcelona og taka þar með á sig launalækkun. Chelsea og Manchester United vilja fá leikmanninn í sínar raðir. (Sport in Spanish)

Leeds hefur áhuga á hinum tvítuga framherja PSG, Arnaud Kalimuendo. (Sun)

Samtalið er virkt á milli Red Bull Salzburg og Manchester United varðandi hinn nítján ára gamla framherja Benjamin Sesko. (Sky Sports)

Bruno Lage, stjóri Wolves, býst við því að Adama Traore (26) verði hjá Wolves á þessari leiktíð. Hann fór á láni til Barcelona á þeirri síðustu. (Birmingham Live)

Nottingham Forest hefur kannað möguleikann á að fá Angelinho (25) til liðsins frá Red Bull Leipzig. (Mail)

Middlesbrough er að klára kaup á Matthew Hoppe, 21 árs gamla framherja frá Mallorca. (90 min)

Cesc Fabregas hefur sagt sínum gamla liðsfélaga, Lionel Messi, að yfirgefa PSG og fara aftur heim til Barcelona. (Mirror)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner