Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 06. ágúst 2024 09:38
Elvar Geir Magnússon
Vlahovic fagnaði með mögnuðum Djokovic
Djokovic og Vlahovic.
Djokovic og Vlahovic.
Mynd: Instagram
Dusan Vlahovic sóknarmaður Juventus var mættur til Parísar um helgina til að fylgjast með Ólympíuleikunum.

Hann sá landa sinn, serbnesku tennisgoðsögnina Novak Djokovic, tryggja sér Ólympíugull með því að leggja Spánverjann Carlos Alcaraz í stórkostlegum úrslitaleik.

Djokovic, sem er dyggur stuðningsmaður AC Milan, hélt partí á veitingastaðnum Siena í París og þar var Vlahovic mættur og skemmti sér konunglega.

AC Milan óskaði Djokovic til hamingju á sínum samfélagsmiðlum en frægt er þegar þessi ótrúlegi íþróttamaður hélt á treyju félagsins eftir að hafa unnið opna bandaríska á síðasta ári. Djokovic hefur nú unnið allt sem hægt er að vinna í tennisheiminum.


Athugasemdir
banner
banner
banner