Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. september 2019 10:48
Magnús Már Einarsson
Aron í góðu standi: Verðum að ná í sex stig
Ísland-Moldavía á morgun klukkan 16:00
Icelandair
Aron á landsliðsæfingu í vikunni.
Aron á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segist vera í góðu standi fyrir komandi leiki gegn Moldavíu og Albaníu. Aron fór í sumar frá Cardiff til Al Arabi í Cardiff og því hefur verið minna álag á honum í byrjun tímabils.

Aron hefur oft verið að glíma við meiðsli í aðdraganda landsleikja en nú er hann heill heilsu.

„Ég er góður. Ég átti gott sumar og náði góðu undirbúningstímabili sem hefur skilað sér inn í fyrstu tvo leikina í Katar," sagði Aron á fréttamannafundi í dag.

,Ég veit það alveg að ef ég væri ennþá í Championship deildinni væri ég búinn með 5-6 leiki en í staðinn er ég búinn með 2. Ég er að einbeita mér að sjálfum mér og vera í sem besta formi fyrir þessa leiki því ég veit hversu mikilvægir þeir eru."

„Þessir leikir eru ekki síður mikilvægari en leikirnir í sumar. Við þurfum sex stig úr þessum leikjum."


Moldavía er í 171. sæti á heimslista FIFA en Aron reiknar með erfiðum leik á morgun.

„Það eru þjálfaraskipti og maður veit ekki hverjar áherslubreytingarnar verða hjá þeim. Við höfum einbeitt okkur að sjálfum okkur og líka farið yfir klippur af þeim. Við þurfum að spila okkar leik 100% og vera á tánum. Við þurfum að byrja þessa leiki af 100% krafti eins og í leikina í sumar. Við vorum á tánum í leikjunum í sumar og þurfum að gera það sama núna til að ná í þrjú stig," sagði Aron.

Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn við Moldavíu
Smelltu hér til að kaupa haustmiða á alla leikina
Athugasemdir
banner
banner