Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 06. september 2019 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynja Dögg: Mjög sætt að vinna loksins
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð, það var heldur betur tími til kominn að vinna leik. Við vorum búnar að tapa þremur leikjum í röð 1-0 og það var mjög sætt að vinna loksins, 1-0," sagði Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, leikmaður ÍR, eftir sigur liðsins á Grindavík í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var fyrsti sigur ÍR á leiktíðinni.

Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Grindavík.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst við sterkari aðilinn á löngum köflum en auðvitað fengu þær sína sénsa. Mér fannst við samt allan tímann líklegar til þess að taka sigur."

ÍR spilaði með þrjá miðverði og vænbakverðir/vængmenn voru oft hátt uppi á vellinum. Brynja var lengst af ein af miðvörðunum þremur og var hún spurð út í hvernig var að verjast í leiknum.

„Mér fannst það fínt. Við erum með Lindu í vörninni sem reddar öllu ef eitthvað kemur uppá. Við hinar stóðum okkur vel líka."

Það eru tveir leikir eftir og stefnan er einföld hjá ÍR. Brynja segir liðið ætla að taka eins mörg stig og mögulegt er.

„Það var fáránlegt að vera með eitt stig þarna niðri. Mér líður betur með fjögur stig og það væri enn betra að vera með sjö eða tíu að tímabili loknu."

Brynja færði sig framar á völlinn rétt áður en ÍR skoraði sigurmarkið og var spurð út í breytinguna.

„Mér líður ágætlega á miðjunni. Ég segist vera miðjumaður en þjálfarar hafa ekki trú á mér þar. Ég fékk loksins að sýna mig þar," sagði Brynja skælbrosandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner