Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fös 06. september 2019 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynja Dögg: Mjög sætt að vinna loksins
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð, það var heldur betur tími til kominn að vinna leik. Við vorum búnar að tapa þremur leikjum í röð 1-0 og það var mjög sætt að vinna loksins, 1-0," sagði Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, leikmaður ÍR, eftir sigur liðsins á Grindavík í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var fyrsti sigur ÍR á leiktíðinni.

Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Grindavík.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst við sterkari aðilinn á löngum köflum en auðvitað fengu þær sína sénsa. Mér fannst við samt allan tímann líklegar til þess að taka sigur."

ÍR spilaði með þrjá miðverði og vænbakverðir/vængmenn voru oft hátt uppi á vellinum. Brynja var lengst af ein af miðvörðunum þremur og var hún spurð út í hvernig var að verjast í leiknum.

„Mér fannst það fínt. Við erum með Lindu í vörninni sem reddar öllu ef eitthvað kemur uppá. Við hinar stóðum okkur vel líka."

Það eru tveir leikir eftir og stefnan er einföld hjá ÍR. Brynja segir liðið ætla að taka eins mörg stig og mögulegt er.

„Það var fáránlegt að vera með eitt stig þarna niðri. Mér líður betur með fjögur stig og það væri enn betra að vera með sjö eða tíu að tímabili loknu."

Brynja færði sig framar á völlinn rétt áður en ÍR skoraði sigurmarkið og var spurð út í breytinguna.

„Mér líður ágætlega á miðjunni. Ég segist vera miðjumaður en þjálfarar hafa ekki trú á mér þar. Ég fékk loksins að sýna mig þar," sagði Brynja skælbrosandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner