Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fös 06. september 2019 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynja Dögg: Mjög sætt að vinna loksins
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð, það var heldur betur tími til kominn að vinna leik. Við vorum búnar að tapa þremur leikjum í röð 1-0 og það var mjög sætt að vinna loksins, 1-0," sagði Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, leikmaður ÍR, eftir sigur liðsins á Grindavík í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var fyrsti sigur ÍR á leiktíðinni.

Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Grindavík.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst við sterkari aðilinn á löngum köflum en auðvitað fengu þær sína sénsa. Mér fannst við samt allan tímann líklegar til þess að taka sigur."

ÍR spilaði með þrjá miðverði og vænbakverðir/vængmenn voru oft hátt uppi á vellinum. Brynja var lengst af ein af miðvörðunum þremur og var hún spurð út í hvernig var að verjast í leiknum.

„Mér fannst það fínt. Við erum með Lindu í vörninni sem reddar öllu ef eitthvað kemur uppá. Við hinar stóðum okkur vel líka."

Það eru tveir leikir eftir og stefnan er einföld hjá ÍR. Brynja segir liðið ætla að taka eins mörg stig og mögulegt er.

„Það var fáránlegt að vera með eitt stig þarna niðri. Mér líður betur með fjögur stig og það væri enn betra að vera með sjö eða tíu að tímabili loknu."

Brynja færði sig framar á völlinn rétt áður en ÍR skoraði sigurmarkið og var spurð út í breytinguna.

„Mér líður ágætlega á miðjunni. Ég segist vera miðjumaður en þjálfarar hafa ekki trú á mér þar. Ég fékk loksins að sýna mig þar," sagði Brynja skælbrosandi.

Athugasemdir
banner