Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fös 06. september 2019 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynja Dögg: Mjög sætt að vinna loksins
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð, það var heldur betur tími til kominn að vinna leik. Við vorum búnar að tapa þremur leikjum í röð 1-0 og það var mjög sætt að vinna loksins, 1-0," sagði Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, leikmaður ÍR, eftir sigur liðsins á Grindavík í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var fyrsti sigur ÍR á leiktíðinni.

Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Grindavík.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst við sterkari aðilinn á löngum köflum en auðvitað fengu þær sína sénsa. Mér fannst við samt allan tímann líklegar til þess að taka sigur."

ÍR spilaði með þrjá miðverði og vænbakverðir/vængmenn voru oft hátt uppi á vellinum. Brynja var lengst af ein af miðvörðunum þremur og var hún spurð út í hvernig var að verjast í leiknum.

„Mér fannst það fínt. Við erum með Lindu í vörninni sem reddar öllu ef eitthvað kemur uppá. Við hinar stóðum okkur vel líka."

Það eru tveir leikir eftir og stefnan er einföld hjá ÍR. Brynja segir liðið ætla að taka eins mörg stig og mögulegt er.

„Það var fáránlegt að vera með eitt stig þarna niðri. Mér líður betur með fjögur stig og það væri enn betra að vera með sjö eða tíu að tímabili loknu."

Brynja færði sig framar á völlinn rétt áður en ÍR skoraði sigurmarkið og var spurð út í breytinguna.

„Mér líður ágætlega á miðjunni. Ég segist vera miðjumaður en þjálfarar hafa ekki trú á mér þar. Ég fékk loksins að sýna mig þar," sagði Brynja skælbrosandi.

Athugasemdir
banner
banner