Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 06. september 2019 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynja Dögg: Mjög sætt að vinna loksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð, það var heldur betur tími til kominn að vinna leik. Við vorum búnar að tapa þremur leikjum í röð 1-0 og það var mjög sætt að vinna loksins, 1-0," sagði Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, leikmaður ÍR, eftir sigur liðsins á Grindavík í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var fyrsti sigur ÍR á leiktíðinni.

Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Grindavík.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér fannst við sterkari aðilinn á löngum köflum en auðvitað fengu þær sína sénsa. Mér fannst við samt allan tímann líklegar til þess að taka sigur."

ÍR spilaði með þrjá miðverði og vænbakverðir/vængmenn voru oft hátt uppi á vellinum. Brynja var lengst af ein af miðvörðunum þremur og var hún spurð út í hvernig var að verjast í leiknum.

„Mér fannst það fínt. Við erum með Lindu í vörninni sem reddar öllu ef eitthvað kemur uppá. Við hinar stóðum okkur vel líka."

Það eru tveir leikir eftir og stefnan er einföld hjá ÍR. Brynja segir liðið ætla að taka eins mörg stig og mögulegt er.

„Það var fáránlegt að vera með eitt stig þarna niðri. Mér líður betur með fjögur stig og það væri enn betra að vera með sjö eða tíu að tímabili loknu."

Brynja færði sig framar á völlinn rétt áður en ÍR skoraði sigurmarkið og var spurð út í breytinguna.

„Mér líður ágætlega á miðjunni. Ég segist vera miðjumaður en þjálfarar hafa ekki trú á mér þar. Ég fékk loksins að sýna mig þar," sagði Brynja skælbrosandi.

Athugasemdir
banner
banner